Viltu skoða niðurstöður úr þjónustkönnun meðal viðskiptavina Mögnum?

Þjónustukönnun 2023

 

Ég hef leitað til Siggu í vinnutengd markþjálfunarsamtöl. Bakgrunnur hennar í atvinnulífinu og menntun gerir það að verkum að ég á auðvelt með að fá speglun á það sem ég er að velta fyrir mér í mínu starfi. Hún veit nákvæmlega hvers á að spyrja til að draga fram það sem skiptir máli. Samtöl með Siggu hafa verið einstaklega jákvæð og hvetjandi. Sigga er fagmanneskja fram í fingurgóma.

- Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri


Ég leitaði til Siggu markþjálfa hjá Mögnum þegar mér fannst ég þurfa að fá leiðsögn til að ná meira jafnvægi á milli einkalífs og vinnu.  Ég fann fljótt jafnvægið sem ég var að leita að með markvissri samvinnu við Siggu sem á sinn persónulega, faglega og hógværa hátt beitti verkfærum markþjálfunarinnar í samtölum okkar.

Ennfremur hjálpaði hún mér að setja mér markmið með krefjandi spurningum sem leiddu mig áfram til lausna og árangurs. Þessi stuðningur sem Sigga veitti mér með fagmennsku og góðri þekkingu á markþjálfun opnaði leiðir til  nýrra markmiðsetninga og fleiri spennandi áskorana. Ég hlakkaði ávallt til að takast á við þær eftir tímana hjá Siggu

- Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.


Markþjálfunin hjá Siggu hjálpaði mér að búta niður stóru skrefin við að gera mastersverekefnið mitt sem og að takast á við ákveðnar áskoranir á vinnustað. Þannig komu minni og viðráðanlegri skref að markmiðinu.

Það sem einkenndi Siggu og hennar nálgun er fyrst og fremst hvað hún er geislandi og yndisleg. Það birtir yfir þar sem hún er. Alltaf tekið á móti mér með gleði og maður fylltist einhvern veginn bjartsýni. Það er erfitt að lýsa því, þið þurfið bara að sjá hana :) Maður er svo velkomin og hún sýnir manni skilyrðislaust áhuga. Það er magnað hvernig hún áttar sig og spyr spurninga úr öllum áttum og öllum vinklum, sem oft eru þrælerfiðar og fá mann til að hugsa um hluti sem maður hafði ekki pælt í en skipta máli. Ég fór einnig á fyrirlestur með henni á vinnustaðnum mínum. Ég gleymi því aldrei þegar hún mætti. Labbaði inn svo bein í baki og flott og tók inn með sér birtu og gleði!

Ég er ánægð með þessa þjónustu því mér leið alltaf vel inni hjá Siggu. Ég gat talað um hvað sem er og alltaf hafði hún áhuga á mér og var aldrei hneyksluð eða neitt þannig. Skrifaði og teiknaði svo frábær blöð handa mér um það sem við töluðum um í viðtölunum, sem ég setti alltaf á ísskápinn hjá mér. Svo gott að sjá myndrænt hvað myndi hjálpa mér og hvað ég ætti að forðast. Mér fannst ég ná hellings framförum af því að vera hjá Siggu og fær hún því mín bestu meðmæli. 

- Eva Hilmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur


Sigga hélt námskeið fyrir fræðslusvið Akureyrarbæjar sl. haust og voru þátttakendur afar ánægðir með gott, skemmtilegt og nærandi námskeið. Mörgum vikum eftir námskeiðið var enn að heyrast frá þátttakendum hvað námskeiðið hefði verið frábært og hitt vel í mark. Sigga hefur einstaklega þægilega og skemmtilega nærveru enda nær hún vel til fólks, sýnir skilning og áhuga, hlustar vel, spyr, útskýrir og hvetur. Efnið þekkti hún vel og nálgun efnisins aðlagaði hún alveg að hópnum. Samvinnan við Siggu í upphafi verkefnis var til fyrirmyndar. Sigga fékk upplýsingar um verkefnið, þátttakendur og markmiðin með fræðslunni. Allt sem rætt og samið var um skilaði sér til þátttakenda og námskeiðshaldara. Það er eiginlega erfitt að finna nógu sterk og lýsandi orð yfir hana Siggu!

- Sigurbjörg R. Jónsdóttir, fræðslusvið Akureyrarbæjar


Sigga hefur komið að ýmsum verkefnum í fyrirtækjum og stofnunum í samstarfi við okkur í SÍMEY. Siggu tekst vel að aðlaga sig að þörfum ólíkra hópa, hún undirbýr sig vel og nær að setja sig inn í aðstæður á hverjum stað. Þannig nær hún undantekningarlaust vel til hópa og verkefnin hafa skilað miklum árangri. Sigga er lifandi fyrirlesari, hún beitir jafnframt fjölbreyttum aðferðum til að virkja starfsmannahópa til góðra verka.

- Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar


Við í þjónustuveri Póstsins nýttum okkur þjónustu Mögnum til að gera okkur sem hóp og einstaklinga að sterkari mannneskjum. Námskeiðið var frábært og vinnan með styrkleikana skilaði sér strax í hópinn. Takk Sigga þú gerðir sterka hópinn okkar enn öflugri. Við leytum klárlega aftur til Mögnum

- Lilja Gísladóttir Þjónustustjóri Póstsins


- Frábært námskeið sem fær mann til að endurhugsa stöðu sína - Hugurinn fór á fullt, ég tek með mér að bæta mig og samskipti mín við aðra - Flott verkefni, sett fram í myndum og máli - Gott námskeið, skýr framsetning og skemmtileg framkoma - Frábært námskeið sem fær mann til að endurhugsa stöðu sína. Fékk frábær “verkfæri” - Sigga er frábær fyrirlesari, einlæg og nær til fjöldans - Takk – þetta var öflugur og góður fyrirlestur - Sigga er mjög hvetjandi, hlý og skemmtileg

Umsagnir þátttakenda sem sóttu opið námskeið, Mögnum möguleikana í boði Íslandsbanka. Um 350 manns hafa sótt námskeiðið, bæði inni á vinnustöðum sem og opin námskeið.


- Námskeiðið vekur til umhgsunar sem er frábært. Maður horfir inn á við.  Þú ert húmorískur og góður fyrirlesari. - Gott, gefandi og skemmtilegt námskeið. Opinn og skemmtilegur stjórnandi. - Kom skemmtilega á óvart. Gagnlegt og vekur mann til umhugsunar - Vel framsett námskeið. Flottar og eftirminnilegar glærur. - Góðar hugmyndir að góðum samskiptum og mikilvægt þetta að vita hvernig við erum sjálf stemmd.   - Nauðsynlegt og uppbyggjandi námskeið sem allir þyrftu á, takk fyrir. - Mjög gott námskeið sem ég mun nýta mér í sambandi við samskipti og einnig sjálfstraust gagnvart sjálfri mér. Kom vel til skila og ég mun nýta mér. Takk Sigga

- Tek með mér ígrundun á mín samskipti. Hvað geri ég rétt og hvað geri ég rangt. Þetta var frábær og gagnleg kennsla, gott andrúmsloft og komst vel og skýrt frá þér efni námskeiðsins.

Umsagnir af námskeiðinu Mögnum samskiptin hjá SAK


- Fannst áhugaverð fræðslan um núvitund og markþjálfun saman - Þú ert alveg frábær í að útskýra námsefnið, takk kærlega fyrir mig.
- Hressandi fyrirlesetur - Ég lærði margt og mikið um núvitund - Áhugaverðast fannst mér hversu mikla stjórn við getum samt haft á hugsunum okkar og lífi - Flottur fyrirlestur og vel gert námskeið - Tek með mér gleði - Horfi á og sé bara mig í öðru ljósi - Fannst áhugavert að fá verkfærin til að vinna með sjálfan mig - Umræðurnar voru gagnlegar

Umsagnir af námskeiðinu Markþjálfun og núvitund fyrir félagsmenn Einingar Iðju


 
 

- Besti fyrirlestur sem ég hef setið. - Efnið var skýrt og áhugavert. Góð og skemmtileg framsögn, líflegt. - Frábært og uppbyggjandi. - Þetta var líflegt og skemmtilegt námskeið. Ýtir undir jákvæðni og gleði. - Fræðandi og hvetjandi. Mun taka þetta með mér heim og hvetja fólkið mitt þar. - Gott námskeið, uppbyggjandi og hvetjandi. - Gagnlegt, lærði nýja hluti. - Opnaði fyrir mörgu sem bætir vinnustað og mína líðan. - Ég lærði nýjar leiðir fyrir samskipti og hvernig ég á að horfa á mig. - Mér fannst verkefnin áhugaverð. - Tek með mér miklar hugmyndir, hvernig ég vil setja mér markmið og vera betri ég. - Tek með mér verkfæri, jákvæðni og orku. - Ótrúlega góð upprifjun á verkfærum sem ég mun geta nýtt mér í vinnunni og að vera betri ég! - Áhugavert efni og þægilegur fyrirlesari. - Samskiptin við okkur þátttakendurna svo góð. Fyrirlesarinn með mikla einbeitingu og orkugefandi persónuleiki.

Umsagnir af námskeiðinu Mögnum sjálfið - sjálfsefling og sjálfstraust. Starfsfólk Búsetudeildar Akureyrarbæjar.