Skráning í gagnagrunn MÖGNUM
Hjá ráðningarstofum eru alls ekki öll störf auglýst. Til að auka möguleikana á að vita að draumastarfið er laust eru einstaklingar hvattir til að skrá sig í gagnagrunn Mögnum.
Mælt er með því að gefa sér tíma og næði til að fylla út skráningu og vinna viðeigandi fylgigögn - það eykur líkur á árangri.
Skráning í gagnagrunn kostar ekkert.
Fullum trúnaði er heitið og verklag og vinnuferlar eru í samræmi við persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
BÓKARI
SBA-Norðurleið leitar að aðila til að hafa umsjón með fjárhagsbókhaldi fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingi með góða þekkingu á bókhaldi og uppgjörum sem vinnur af fagmennsku, frumkvæði og nákvæmni.
Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember 2025
VÉLVIRKI / VÉLFRÆÐINGUR
atNorth heldur áfram að stækka starfsemi sína á Akureyri og leitar að öflugum tæknilegum aðila í rekstur véla og búnaðar.
Við kunnum að meta góða liðsfélaga sem eru áhugasamir um að læra og vaxa í heimi gagnavera og gervigreindar.
Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember 2025.
RAFVIRKI / RAFMANGSSÉRFRÆÐINGUR
atNorth heldur áfram að stækka starfsemi sína á Akureyri og leitar að kraftmiklum reynslubolta í starf í rafvirkja/rafmagnssérfræðings.
Við kunnum að meta góða liðsfélaga sem eru áhugasamir um að læra og vaxa í heimi gagnavera og gervigreindar.
Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember 2025.
VERKEFNASTJÓRI REKSTURS
atNorth er að stækka starfsemi sína á Akureyri og leitar að skipulögðum og lausnamiðuðum verkefnastjóra til að stýra verkefnum tengdum rekstri gagnavera.
Verkefnastjóri reksturs (OPS) ber ábyrgð á skipulagningu, samhæfingu og framkvæmd verkefna tengdum starfsemi gagnaversins.
Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember 2025.
VERKFRÆÐINGUR – GANGSETNINGAR OG PRÓFANIR
atNorth leitar að tæknisinnuðum og metnaðarfullum verkfræðing til að vinna að gangsetningum og prófunum í gagnaverum fyrirtækisins í Reykjanesbæ og á Akureyri.
Ef þú hefur ástríðu fyrir framúrskarandi tæknilausnum og vilt leggja þitt af mörkum til sjálfbærrar innviðaþróunar þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig.
Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember 2025.
VERSLUNARSTJÓRI
Flying Tiger á Íslandi leita að metnaðarfullum og áhugasömum aðila í starf verslunarstjóra í verslun þeirra á Akureyri.
Um fullt starf er að ræða og kostur ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Úrvinnsla umsókna hafin
REKSTRARSTJÓRI
Samherji leitar að metnaðarfullum og skipulögðum aðila í starf rekstrarstjóra Fiskþurrkunar Samherja á Laugum í Reykjadal.
Rekstrarstjóri er hluti af öflugu teymi vinnustaðarins og ber ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri.
Samherji útvegar íbúðarhúsnæði á staðnum fyrir þann sem er ekki búsettur á Laugum.
Úrvinnsla umsókna hafin
SÉRFRÆÐINGUR Í FULLORÐINSFRÆÐSLU
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) ehf. leitar að öflugum og áhugasömum liðsfélaga í starf sérfræðings í framhalds- og fullorðinsfræðslu.
Úrvinnsla umsókna hafin
BYGGINGARFULLTRÚI
Rangárþing ytra óskar eftir að ráða í nýja stöðu byggingarfulltrúa.
Byggingarfulltrúi hefur yfirumsjón með byggingarmálum sveitarfélagsins, úttektum framkvæmda, skráningu eigna í fasteignaskrá, lóðarskráningu, landupplýsingakerfi o.fl. Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með að byggingaframkvæmdir séu í samræmi við samþykkt skipulag á hverju svæði fyrir sig og útgefin leyfi.
Ferli lokið.
VERKEFNASTJÓRI MIÐLUNAR
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Orkídea samstarfsverkefni leita að lausnamiðuðum og skapandi verkefnastjóra miðlunar til starfa.
Viðkomandi mun vinna þvert á svið og verkefni SASS og sinna m.a. heimasíðum, efnisgerð og upplýsingamiðlun fyrir SASS, Orkídeu og eftir atvikum önnur félög í eigu eða umsjón SASS.
Úrvinnsla umsókna hafin.
AKSTURSÞJÓNUSTA FATLAÐRA
Grímsnes- og Grafningshreppur leitar að aðilum til að sinna akstursþjónustu fatlaðra.
Um er að ræða annars vegar 100% starf og hins vegar í hlutastarf og afleysingar.
Úrvinnsla umsókna hafin
VERKEFNASTJÓRI ÆSKULÝÐS-, TÓMSTUNDA- OG MENNINGARMÁLA
Þingeyjarsveit leitar að drífandi verkefnastjóra til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála. Verkefnin snúa að íbúum sveitarfélagsins á öllum aldri. Starfið heyrir undir fjölskyldusvið og er næsti yfirmaður sviðsstjóri þess.
Ferli lokið.
SKRIFSTOFUUMSJÓN
Fjármála- og fasteignafyrirtæki í 101 Reykjavík óskar eftir öflugum liðsauka í starf við skrifstofuumsjón.
Ferli lokið.
AÐALBÓKARI
Flóahreppur óskar eftir að ráða ábyrgan aðila í starf aðalbókara.
Starfshlutfall getur verið allt að 100% og heyrir starfið undir sveitarstjóra.
Ferli lokið.
AÐALBÓKARI
Þingeyjarsveit óskar eftir að ráða metnaðarfullan aðila í starf aðalbókara. Um er að ræða 100% starf sem heyrir undir sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi Þingeyjarsveitar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Viðkomandi þarf að vera tilbúin til að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf í skemmtilegu starfsumhverfi.
Úrvinnsla umsókna hafin.
GÆÐASTJÓRI
TDK leitar að öflugum og skipulögðum gæðastjóra til að leiða gæðamál í framleiðslu fyrirtækisins á Akureyri.
Starfið felur í sér mikið og þétt samstarf innan fyrirtækisins bæði innanlands og erlendis.
Ferli lokið
SÉRFRÆÐINGUR HJÁ HÆFNISETRI FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar leitar að hugmyndaríkum, skapandi og öflugum liðsfélaga í starf sérfræðings.
Helstu verkefni eru meðal annars fræðslu- og kynningarheimsóknir til fyrirtækja.
Ferli lokið
BÓKHALD
Bókvís ehf óskar eftir fjöhæfum aðila í starf í bókhaldi.
Fyrirtækið er í eigu Búnaðarsambands Eyjafjarðar (BSE) og er meirhluti viðskiptavina bændur í auk annara einkahlutafélaga og einstaklinga.
Starfið getur þróast í takt við reynslu og áhugasvið viðkomandi.
Ferli lokið
FORSTÖÐUMAÐUR ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA
Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja.
Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga í fjölbreytt og krefjandi starf.
Ferli lokið
STARFSMAÐUR Á HEIMAVIST MA OG VMA
Heimavist MA og VMA leitar að öflugum aðila til að slást í góðan hóp starfsmanna og starfa í lifandi umhverfi.
Ferli lokið
MANNAUÐSFULLTRÚI
Ert þú talnatýpan sem fílar útreikninga og ferla?
Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða nákvæman og skipulagðan aðila í starf mannauðsfulltrúa.
Ferli lokið
DEILDARSTJÓRI FRÆÐSLU- OG FRÍSTUNDAMÁLA
Fjallabyggð leitar að aðila sem hefur brennandi áhuga á málaflokki fræðslu- og frístundamála og hefur menntun og reynslu sem nýtist til þess að taka þátt í að skapa metnaðarfulla framtíðarsýn.
Starfið felur í sér umsjón með framkvæmd laga um fræðslu- og frístundamál sem og önnur verkefni sem tilheyra málaflokkunum og sveitarstjórn hefur samþykkt.
Næsti yfirmaður deildarstjóra er sviðsstjóri velferðarsviðs.
Ferli lokið