Fjölmargir vinnustaðir treysta Mögnum fyrir stjórnendum sínum, teymum og starfsfólki með það að markmiði að eflast, vaxa og styrkja mannauð sinn.

Rannsóknir hafa sýnt að vinnustaðir sem nota markþjálfun og aðferðafræði markþjálfunar í stjórnun og vinnustaðamenningu skila betri afkomu og að starfsfólki liður betur og er tryggara og öflugra.

Markþjálfun styður vel við vinnustaði og starfsfólk í tengslum við:

  • Lausnaleit og/eða nýsköpun

  • Markmiðasetningu og aðgerðir

  • Frammistöðustjórnun

  • Samskipti og menningu

  • Breytingar

 
 
 
 
 
 


Markþjálfun  er skipulagt og kerfisbundið samtalsform sem byggir á trúnaðarsambandi milli viðskiptavinar og markþjálfa.  Hún styðst við markvissa viðtalstækni til að auka sjálfsskilning og ábyrgð einstaklinga.  Hún fer fram með reglubundnum samtölum og byggir á hnitmiðuðum og vekjandi spurningum,  viðtölum, verkefnum, prófum, æfingum og fræðslu þar sem viðskiptavinurinn er í brennidepli. 

Markþjálfun veitir viðskiptavinum umgjörð, stuðning og endurgjöf til að bæta eigin frammistöðu og er leið til að breyta því sem þú vilt breyta og þannig stuðla að auknum lífsgæðum.  

Markþjálfun er bæði skemmtilegt og krefjandi samtalsferli sem stuðlar að auknum persónulegum þroska og betri árangri í lífi og starfi. 

 
 
 
 
 


Stjórnendamarkþjálfun

MÖGNUM vinnur með stjórnendum sem vilja

  • Eflast í starfi

  • Skora á sjálfa sig með því að skoða hegðun sína og viðbrögð

  • Vinna með sértæk markmið og fá aðhald og áskoranir í því ferli

  • Efla stjórnunarhæfni sína og læra hagnýtar aðferðir

  • Gera betur í skipulagi, tíma- og verkefnastjórnun

  • Leysa úr krefjandi starfsmannamálum og samskiptum

  • Finna leiðir til að hvetja og virkja starfsfólk sitt og teymi

  • Leiða reksturinn í gegnum breytingar

  • Stuðla að jafnvægi á milli vinnu og einkalifs

  • Minnka álag og streitu

Hóp/teymismarkþjálfun

MÖGNUM vinnur með teymum sem vilja

  • Ná árangri

  • Skerpa markmið, ábyrgð og hlutverk

  • Byggja upp traust og hreinskiptni í samskiptum

  • Vinna með styrkleika

  • Vinna með samskipti

  • Gera betur í skipulagi, tíma- og verkefnastjórnun

  • Hafa gaman

Markþjálfun starfsfólks

MÖGNUM vinnur með starfsfólki sem vill

  • Eflast í starfi

  • Skora á sjálft sig með því að skoða hegðun sína og viðbrögð

  • Vinna með sértæk markmið og fá aðhald og áskoranir í því ferli

  • Gera betur í skipulagi, tíma- og verkefnastjórnun

  • Stuðla að jafnvægi á milli vinnu og einkalifs

  • Minnka álag og streitu