Skráning í gagnagrunn MÖGNUM

Hjá ráðningarstofum eru alls ekki öll störf auglýst. Til að auka möguleikana á að vita að draumastarfið er laust eru einstaklingar hvattir til að skrá sig í gagnagrunn Mögnum.

Mælt er með því að gefa sér tíma og næði til að fylla út skráningu og vinna viðeigandi fylgigögn - það eykur líkur á árangri.

Skráning í gagnagrunn kostar ekkert.

Fullum trúnaði er heitið og verklag og vinnuferlar eru í samræmi við persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.


VERKEFNASTJÓRI ÆSKULÝÐS-, TÓMSTUNDA- OG MENNINGARMÁLA

Þingeyjarsveit leitar að drífandi verkefnastjóra til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði æskulýðs-, tómstunda- og menningarmála. Verkefnin snúa að íbúum sveitarfélagsins á öllum aldri. Starfið heyrir undir fjölskyldusvið og er næsti yfirmaður sviðsstjóri þess.

Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2025


SKRIFSTOFUUMSJÓN

Fjármála- og fasteignafyrirtæki í 101 Reykjavík óskar eftir öflugum liðsauka í starf við skrifstofuumsjón.

Umsóknarfrestur er til og með 12. september 2025


AÐALBÓKARI

Flóahreppur óskar eftir að ráða ábyrgan aðila í starf aðalbókara.

Starfshlutfall getur verið allt að 100% og heyrir starfið undir sveitarstjóra.

Umsóknarfrestur er til og með 17. september 2025


AÐALBÓKARI

Þingeyjarsveit óskar eftir að ráða metnaðarfullan aðila í starf aðalbókara. Um er að ræða 100% starf sem heyrir undir sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi Þingeyjarsveitar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Viðkomandi þarf að vera tilbúin til að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf í skemmtilegu starfsumhverfi.

Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2025


GÆÐASTJÓRI

TDK leitar að öflugum og skipulögðum gæðastjóra til að leiða gæðamál í framleiðslu fyrirtækisins á Akureyri. 

Starfið felur í sér mikið og þétt samstarf innan fyrirtækisins bæði innanlands og erlendis.  

Ferli Lokið


SÉRFRÆÐINGUR HJÁ HÆFNISETRI FERÐAÞJÓNUSTUNNAR

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar leitar að hugmyndaríkum, skapandi og öflugum liðsfélaga í starf sérfræðings.

Helstu verkefni eru meðal annars fræðslu- og kynningarheimsóknir til fyrirtækja.

Úrvinnsla umsókna hafin


BÓKHALD

Bókvís ehf óskar eftir fjöhæfum aðila í starf í bókhaldi.  

Fyrirtækið er í eigu Búnaðarsambands Eyjafjarðar (BSE) og er meirhluti viðskiptavina bændur í auk annara einkahlutafélaga og einstaklinga.

Starfið getur þróast í takt við reynslu og áhugasvið viðkomandi. 

Úrvinnsla umsókna hafin


FORSTÖÐUMAÐUR ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA

Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja.

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga í fjölbreytt og krefjandi starf.

Úrvinnsla umsókna hafin


STARFSMAÐUR Á HEIMAVIST MA OG VMA

Heimavist MA og VMA leitar að öflugum aðila til að slást í góðan hóp starfsmanna og starfa í lifandi umhverfi.

Ferli lokið


MANNAUÐSFULLTRÚI

Ert þú talnatýpan sem fílar útreikninga og ferla?

Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða nákvæman og skipulagðan aðila í starf mannauðsfulltrúa. 

Ferli lokið


DEILDARSTJÓRI FRÆÐSLU- OG FRÍSTUNDAMÁLA

Fjallabyggð leitar að aðila sem hefur brennandi áhuga á málaflokki fræðslu- og frístundamála og hefur menntun og reynslu sem nýtist til þess að taka þátt í að skapa metnaðarfulla framtíðarsýn.

Starfið felur í sér umsjón með framkvæmd laga um fræðslu- og frístundamál sem og önnur verkefni sem tilheyra málaflokkunum og sveitarstjórn hefur samþykkt.

Næsti yfirmaður deildarstjóra er sviðsstjóri velferðarsviðs.

Ferli lokið


BYGGINGARFULLTRÚI

Rangárþing ytra óskar eftir að ráða í nýja stöðu byggingarfulltrúa.

Byggingarfulltrúi hefur yfirumsjón með byggingarmálum sveitarfélagsins, úttektum framkvæmda, skráningu eigna í fasteignaskrá, lóðarskráningu, landupplýsingakerfi o.fl. Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með að byggingaframkvæmdir séu í samræmi við samþykkt skipulag á hverju svæði fyrir sig og útgefin leyfi.

Úrvinnsla umsókna hafin