Þarf fólk eins og mig fyrir fólk eins og þig? :-)

Markþjálfun (8).png

Þarf fólk eins og mig fyrir fólk eins og þig?

Ég markþjálfa fólk. Alls konar fólk. Það sem þetta fólk á sameiginlegt er að vilja komast áfram - áþreifanleganlega eða huglægt, aðgerðabundið eða einfaldlega með auknum skilning. Þannig mögnum við það sem í okkur býr og eflumst sem við sjálf.

Ég lék mér að því í haust að finna til margskonar orð sem byrja á “s”. Markþjálfun með Siggu stuðlar að því að þú … skiljir, skerpir, skýrir, styrkir, skapir, segir, skynjir, slakir, skorir, skipuleggir, sættist, sannir eða sjálfeflist.

Í gær á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar bætti Katrín Jakobsdóttir 3 orðum við þennan lista þegar hún talaði um að við hefðum að leiðarljósi á komandi vikum - seiglu, sveigjanleika og samheldni – og sannarlega eru það viðfangsefni sem ég get stutt við og stuðlað að með öllu því fólki sem til mín leitar. Áfram við !!

Af hverju fer fólk til markþjálfa?

- Eflast og hámarka árangur og vellíðan í starfi (43%)

- Bæta samskiptafærni (39%)

- Auka afköst og skipulag (38%)

- Endurskoða starfsvettvang eða menntun (35%

- Efla sjálfstraust og vinna með styrkleika (34%)

- Auka sjálfsskilning og sjálfsþekkingu (34%)

- Ná jafnvægi á milli vinnu og einkalífs (34%)

- Efla sig sem stjórnandi/yfirmaður (32%)

(2017 ICF Global Consumer Awareness Study)

Sigríður Ólafsdóttir