Hjá ráðningarþjónustu Mögnum geta vinnustaðir fengið alhliða þjónustu í tengslum við ráðningu starfsfólks.  Bæði er boðið upp á utanumhald og ráðgjöf í ferlinu frá upphafi til enda, auk þess að hægt er að fá ráðgjöf við valda þætti ferlisins. 

Viðskiptavinir eru fjölbreyttur hópur vinnustaða hjá hinu opinbera, sveitarfélögum og einkafyrirtækjum og er Mögnum eina fyrirtækið utan höfuðborgarsvæðisins með sambærilega þjónsutu.  

 

MÖGNUM býður upp á fræðslu og vinnustofur af ýmsum toga. Ef þú vilt efla, styrkja, skerpa á eða hrista upp í hópnum þínum þá ertu á réttum stað. Efni og áherslur eru sérsniðnar að þörfum og aðstæðum hvers hóps eða vinnustaðar.

Hæfileg blanda af fyrirlestri, umræðum og þátttöku er málið því að virkni og samtal við þátttakendur er ein af forsendum þess að kveikja á nýrri sýn, virkja þekkingu og hvetja til góðra verka - og svo er það líka svo miklu skemmtilegra þegar gerum þetta saman.  

 

MÖGNUM býður upp á fjölbreytta ráðgjöf í tengslum við mannauðsmál á vinnustöðum.  

 

Markþjálfun veitir viðskiptavinum umgjörð og stuðning til að bæta frammistöðu og finna leiðir til að skilja og breyta því sem þarf. Markþjálfun er bæði skemmtilegt og krefjandi samtalsferli sem stuðlar að auknum persónulegum þroska og betri árangri í lífi og starfi. 

Rannsóknir sýna að vinnustaðir sem nota aðferðafræði markþjálfunar í stjórnun og vinnustaðamenningu skila betri afkomu og starfsfólk er tryggara og öflugra.  

 
 

Viðskiptavinir