Á F R A M V E G I N N og mögnum möguleikana
NÆSTA NÁMSKEIÐ BYRJAR 26. OKTÓBER OG VERÐUR Í GEGNUM NETIÐ
Fjöldamargar rannsóknir sýna það og sanna að hvaðeina sem við veljum að veita athygli vex og dafnar. Hvernig væri að velja það að gefa sjálfum sér athygli og orku - og velja þannig vöxt fyrir sjálfan sig?
FYRIR HVERJA ER ÞETTA NÁMSKEIÐ?
Fólk sem vill endurstilla sjálfan sig og sýn sína
Fólk sem vill hvatningu, stuðning og pepp til að halda áfram veginn
Fólk sem vill gefa sjálfu sér tíma, ný sjónarhorn, tækifæri og verkfæri til að eflast sem það sjálft
Kennari á námskeiðinu er Sigríður Ólafsdóttir PCC markþjálfi og mannauðsráðgjafi (um Siggu).
Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði markþjálfunar, jákvæðrar sálfræði og því hvernig við mannfólkið hugsum og virkum ásamt því að deila með hvort öðru eigin reynslu og þekkingu.
Í grunninn er þetta námskeið byggt á nálgun og efnistökum námskeiðsins Mögnum möguleikana sem hefur verið afar vinsælt hjá Mögnum síðustu misseri.
Á námskeiðinu er blandað saman fyrirlestrum og verkefnavinnu.
EFNI OG ÁHERSLUR Sjálfsefling, sjálfsstyrking Markmiðasetning Markþjálfun Orku- tímastjórnun og forgangsröðun Styrkleikar Hugarfar, viðhorf Hamingjan og lífið Þrautgæði og seigla Samskipti Núvitund
UMSAGNIR FRÁ NÁMSKEIÐUM MÖGNUM Frábært og uppbyggjandi. Líflegt og skemmtilegt námskeið. Ýtir undir jákvæðni og gleði. Flott verkefni, sett fram í myndum og máli Gott námskeið, skýr framsetning og skemmtileg framkoma Sigga er mjög hvetjandi, hlý og skemmtileg Sigga er frábær fyrirlesari, einlæg og nær til fjöldans Frábært námskeið sem fær mann til að endurhugsa stöðu sína. Fékk frábær “verkfæri” Námskeiðið vekur til umhgsunar sem er frábært. Maður horfir inn á við
FYRIRKOMULAG Námskeiðið er 2 sinnum í viku í 4 vikur og hvert skipti er 3 klst, samtals 24 klst.
Í haust fer fyrsta námskeiði af stað 14. september og verður það á mánudögum og miðvikudögum kl 13-16 í Zontahúsinu á Akureyri. FULLT Á ÞETTA NÁMSKEIÐ - NÆSTA NÁMSKEIÐ AUGLÝST FLJÓTLEGA
Verð: 75.000 krónur
Athugið að hægt er að sækja styrki hjá stéttarfélögum.