Samkomubann

zoom.jpg

Í ljósi þess að nú er komið samkomubann vil ég vekja athygli viðskiptavina á eftirfarandi í tengslum við fjarþjónustu Mögnum.

Mögnum býður áfram sem endranær upp á þann möguleika að veita þjónustu í gegnum fjarbúnað.

Þeir sem eiga nú þegar bókuð samtöl geta óskað eftir því að færa tímann yfir á netið.

Á bókunarsíðunni þegar fyllt er í “staðsetning/location” er hægt að velja um það að koma í húsnæði Mögnum í Kaupangi eða ZOOM. Þegar zoom er valið sendist sjálfkrafa hlekkur til viðkomandi í tölvupósti. Þegar að tímanum kemur er hlekkurinn einfaldlega opnaður og þá erum við tengd.

Hafið samband í síma 895 7828 eða í gegnum tölvupóst og facebook ef hafið spurningar í tengslum við tæknina og fyrirkomulag viðtala.

Að lokum eru hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar markþjálfunarsamtöl fara fram á netinu:

  • veldu stað þar sem fer vel um þig og þér líður vel

  • veldu friðsælan stað þar sem samtalið getur farið fram ótruflað

  • prufaðu hjjóð og mynd í því tæki sem ætlar að nota (sími eða talva)

  • vandaðu staðsetningu með tilliti til lýsingar, sem dæmi er ekki gott að hafa glugga eða sterka lýsingu fyrir aftan þig

  • sömu viðmið gilda um hlutverk og tilgang í fjarsamtali og samtalinu á staðnum

  • siðareglur markþjálfa sem Mögnum vinnur eftir gilda að jöfnu í fjarsamtali

Sigríður Ólafsdóttir